sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilhelm áfram á toppnum

27. ágúst 2010 kl. 11:59

Þrjú uppsjávarveiðiskip fiskuðu fyrir tvo milljarða eða meira hvert um sig á árinu 2009. Heildaraflaverðmæti uppsjávarflotans var nánast hið sama og árið á undan þrátt fyrir 20% samdrátt í afla.

Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa á síðasta ári eða liðlega 2,6 milljörðum króna. Hákon EA, sem Gjögur gerir út, kom næstur með rúmlega 2,2 milljarða króna og Guðmundur VE, skip Ísfélags Vestmannaeyja, varð í þriðja sæti með tæplega 2,1 milljarð.

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggð er á nýbirtum gögnum Hagstofu Íslands. Ítarlegar upplýsingar um afla og aflaverðmæti eru birtar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.