laugardagur, 6. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilhelm áfram í sérflokki

1. september 2011 kl. 12:09

Vilhelm Þorsteinsson EA (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Skilaði nær þriðjungi hærra aflaverðmæti en næsta skip á eftir

Fjögur uppsjávarskip fiskuðu fyrir tvo milljarða eða meira hvert um sig á árinu 2010, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Heildaraflaverðmæti uppsjávarflotans jókst um fimm milljarða króna þrátt fyrir 9% samdrátt í afla.

Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa á síðasta ári eða tæplega þremur milljörðum króna. Skipið fiskaði fyrir næstum þriðjungi meira en næsta skip á eftir, Guðmundur VE, skip Ísfélags Vestmannaeyja, sem þó getur státað af gríðargóðum árangri eða 2.091 milljónum króna í aflaverðmæti. Rétt á eftir koma svo Huginn VE í eigu samnefndrar útgerðar í Vestmannaeyjum og Aðalsteinn Jónsson SU í eigu Eskju á Eskifirði, sem báðir fóru yfir tveggja milljarða markið.

Sjá nánar í Fiskifréttum um afla og aflaverðmæti allra uppsjávarskipanna árið 2010.