
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 2. júní var ákveðið að lækka verð á slægðum þorski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila um 8%.
Þá var viðmiðunarverð á slægðri ýsu lækkað um 4% og verð á karfa um 5%. Verðlækkunin tók gildi 1. júní.
Ástæðan fyrir verðlækkuninni er lækkun á verði á fiskmörkuðum, en viðmiðunarverðið tekur að hluta mið af markaðsverði.