mánudagur, 18. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnsla hafin að nýju eftir fimm vikna vinnsluhlé

12. ágúst 2019 kl. 11:20

Drangey landaði 221 tonni eftir stuttan túr.

Vinnsla hófst aftur í dag í frystihúsi Fisk Seafood á Sauðárkróki eftir um fimm vikna vinnsluhlé, þegar byrjað var að vinna afla sem Drangey SK 2 kom með í land þann 11.ágúst. Afli skipsins er 221 tonn, þar af 203 tonn af Þorski, 7 tonn af Ufsa og 2 tonn af Karfa sem veiddist meðal annars á Sléttugrunni og N. af Kolbeinsey.

Áætlað er að Drangey haldi aftur til veiða á morgun.

Frá þessu segir á facebook-síðu fyrirtækisins, en þar segir jafnframt:

Í sumarstoppinu fór Drangey í slipp á Akureyri þar sem hún var tekin í flotkví, hreinsuð og botninn málaður. Þá var einnig skipt um anóður og tæringarvarnarskaut. Mældar voru rýmdir í stýri og skrúfuás. Taka þurfti stýri niður til að fóðra upp slitfleti sem voru komnir yfir viðmiðunarmál. Einnig var stýrisstammi tekinn niður og skipt um pakkdósir og þéttingar. Í ljós kom að grindur inná boxkælir stjórnborðs-megin undir skipinu snéru vitlaust og var þessum grindum snúið við.

Skipt var um eitt botnstykki undir skipinu sem hafði brotnað. Helstu atriði sem gert var við ofandekks var að skipt var um alla eik á togdekki, fundin var olíuleki milli þilja í geymslu og gert við hann. Einnig var gert við olíuleka í lest skipsins. Gert var við hlaupakött í lest skipsins. Þá var skipt um þéttingar á legu við aðalvélarrafala. Ásamt öðrum smá verkum sem unninn voru í skipinu