laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnsla hafin á ufsa í fiskiðjuverinu í Neskaupstað

25. janúar 2016 kl. 08:41

Vinnsla á ufsa í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon Ernuson

Ufsavinnslan hugsuð til að brúa bil á milli vertíða í uppsjávarfisk

Í síðustu viku hófst vinnsla á ufsa í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Togarinn Kaldbakur kom til Neskaupstaðar í fyrradag og landaði 115 tonnum af blönduðum afla, þar af fóru 20 tonn af ufsa til vinnslu í fiskiðjuverinu. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri segir að ufsavinnslan sé hugsuð til að brúa bil á milli vertíða í uppsjávarfiski. „Við byrjuðum á ufsavinnslunni á fimmtudaginn og hún gengur samkvæmt áætlun. Við unnum ufsa í tvo daga fyrir áramót en þar áður fór slík  vinnsla fram árið 2014. Vonandi fer fljótlega að veiðast loðna af krafti og þá hefst vinnsla á henni. Við leggjum alla áherslu á að vinna uppsjávarfisk en þegar göt koma í uppsjávarvinnsluna er gott að geta gripið til annarrar vinnslu. Ufsinn er flakaður, snyrtur og frystur og það eru um 25 manns sem starfa við vinnsluna,“ sagði Jón Gunnar.