sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnsla á íslenskri sumargotssíld að hefjast

20. október 2015 kl. 11:31

Bjarni Ólafsson AK er vætanlegur í kvöld með íslenska sumargotssíld. Ljósm. Hákon Ernuson. Mynd af vef SVN

„Skammturinn náðist en það var ekki mikið fjör í veiðunum, þetta var svona nudd.“

Bjarni Ólafsson AK er væntanlegur til Neskaupstaðar í kvöld með 800 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst vestur af landinu. Síldin fer öll til manneldisvinnslu, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Heimasíða SVN hafði samband við Gísla Runólfsson skipstjóra og upplýsti hann að aflinn hafi fengist í Jökuldjúpinu. „Skammturinn náðist en það var ekki mikið fjör í veiðunum, þetta var svona nudd,“ sagði Gísli. „Það sést ekki mikið af síld ennþá á þessum slóðum. Hún er líklega eitthvað seinna á ferðinni en vanalega. En við erum bjartsýnir, þetta er rétt að byrja og það á örugglega eftir að rætast vel úr þessu,“ sagði Gísli að lokum.

 

Síldarvinnsluskipin Börkur og Birtingur eru farin til síldveiða. Börkur fór á sunnudag og hefur hafið veiðar en Birtingur fór í gær.