fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Vinnubrögð ráðherra forkastanleg“

18. júní 2015 kl. 09:12

Færaveiðar á makríl.

LS mótmælir kvótasetningu makrílveiða smábáta.

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um makrílveiðar 2015.  Í reglugerðinni er kveðið á um að smábátar verði hver og einn kvótasettir á komandi vertíð eftir þeirri aðferð sem er í frumvarpi ráðherra sem er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Hingað til hafa smábátar veitt úr sameignlegum potti. 

Stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur fundað um þá stöðu sem upp er komin og af því tilefni sent frá sér harðorða samþykkt, þar sem lýst er vantrausti á embættisfærslu ráðherra og þess krafist að reglugerðin verði dregin til baka.

Sjá nánar á vef LS.