sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnubrögðin stjórnvöldum til vansa

11. júní 2018 kl. 09:42

Smábátaeigendur eru slegnir yfir því að stjórnvöld hafi enn ekki leiðrétt veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum. Þeir spyrja hvað ráðherra hafi gengið til.

„Smábátaeigendur eru slegnir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafa ekki enn leiðrétt veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum,“ segja þeir Axel Helgason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda á vef sambandsins.

„Þingmenn í öllum flokkum ásamt ráðherrum hafa lýst því yfir að þar sé vandinn gríðarlegur, hreint vonleysi ríki eins og hstv. samgönguráðherra hefur orðað það.Rúmt ár er liðið frá því að LS vakti máls á aðsteðjandi erfiðleikum.“ 

Þeir spyrja hvað sjávarútvegsráðherra hafi gengið til. Hann hafi ekki mælt fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um veiðigjald.

„Þegar allt var komið í eindaga var eina leiðin að fá atvinnuveganefnd til að flytja frumvarpið. Flestir kannast við eftirleikinn.Tómt klúður,“ segja þeir.

„Vinnubrögð sem hér hafa átt sér stað í þessu máli eru stjórnvöldum til vansa.“

Landssambandið telur leiðréttingu ekki þola neina bið.

„Með því væri það svartnætti sem ríkir hjá litlum og meðalstórum útgerðum varðandi áframhaldandi rekstur burtu rekið.“