miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vöntun á fiski í Nígeríu

8. ágúst 2011 kl. 11:38

Makríll og síld (Mynd: Óðinn Magnason)

Nígería er stór markaður fyrir makríl og síld frá Noregi

Í Nígeríu búa 140 milljónir manna sem þurfa um 2,5 milljónir tonna af fiski á ári. Innanlandsframleiðslan er um 650 þúsund tonn á ári. Flutt eru inn um 800 þúsund tonn að verðmæti sem samsvarar um 93 milljörðum íslenskra króna. Skortur er því á fiski á markaðnum, að því er fram kemur á vef Norges Sildesalgslag.

Á árinu 2010 fluttu Norðmenn út tæplega 30 þúsund tonn af makríl til Nígeríu og 129 þúsund tonn af síld fyrir um 689 milljónir NOK (14,7 milljarðar ISK). Nígería var fjórði stærsti markaður Norðmanna fyrir makríl og annar stærsti í síld á síðasta ári.