sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorleiðangur Hafró: Góðæri áfram í sjónum

26. júní 2009 kl. 13:49

 Árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar lauk í gær. Eins og í vorleiðangri síðastliðið ár voru hiti og selta yfir langtímameðaltali sunnan og vestan við land og undir eða nærri meðaltali fyrir norðan. Fyrir Austurlandi voru hiti og selta um meðallag.

Lítill gróður var vestur af landinu og undan norðvesturlandi, en mikill gróður frá Siglunesi og austur fyrir landið og talsvert mældist af gróðri við suðurströndina. Átumagn var undir langtímameðaltali á flestum rannsóknasniðum.

Farið var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn var liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Ísland. Athuganir voru gerðar á alls 90 hefðbundnum rannsóknastöðvum í hafinu umhverfis landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Hafró, HÉR