þriðjudagur, 26. maí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorleiðangur Bjarna hafinn

11. maí 2020 kl. 17:03

Bjarni Sæmundsson (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson)

Áætlað er að leiðangurinn vari í 20 daga.

Árlegur vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni hófst í dag. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. 

Athuganir verða gerðar umhverfis landið, yfir mestum hluta landgrunnsins, utan þess og inn á fjörðum. Jafnframt eru gerðar mælingar með síritandi mælitækjum á siglingaleið skipsins.

Magn og útbreiðsla ljósátu verður mæld með bergmálstækni og útbreiðsla loðnulirfa könnuð. Að auki verður safnað sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó.

Einnig verða sett í sjóinn rekdufl, sem mæla umhverfisþætti, fyrir erlenda samstarfsaðila. Áætlað er að leiðangurinn vari í 20 daga og fylgjast má með gangi leiðangursins.