þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorrall Hafrannsóknastofnunar hafið

3. mars 2011 kl. 15:40

Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar

Togað er á 600 stöðum, allt niður á 500 metra dýpi

Árleg vorrall Hafrannsóknastofnunar hófst í vikunni. Skipin sem taka þátt eru rannsóknaskipin Árni Friðriksson sem er á suðvestursvæðinu og Bjarni Sæmundsson sem er fyrir Norðurlandi. Jón Vídalín VE verður í Breiðafirði og á Vestfjarðamiðum, Bjartur NK tekur Norðaustur- og Austfjarðamiðin og Ljósafellið SU Suðausturmiðin og miðin út af Suðurland.

Að sögn Jóns Sólmundssonar verkefnisstjóra var fyrsta rallið var farið árið 1985 og er framkvæmdin sú sama ár eftir ár. Stöðvarnar sem togað er á eru 600 talsins og rannsóknasvæðið nær niður á 500 metra dýpi. Í rallinu er safnað upplýsingum sem stofnmælingar botnfiska eru byggðar á. Aflinn sem fæst í rallinu er skoðaður og hluti hans vigtaður og mældur. Einnig er safnað kvörnum og fiskurinn aldursgreindur eftir að í land er komið. Magainnihald fiskanna er einnig skoðað.  

            Rallið tekur yfirleitt þrjá vikur frá því að fyrsta skipið leggur úr höfn og þar til það síðast kemur inn.