þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vottun íslenskra þorskveiða kynnt í London

4. febrúar 2011 kl. 16:57

Megininntak ráðstefnunnar var kynning vottunar á ábyrgri stjórn veiða úr íslenska þorskstofninum.

Innkaupafulltrúar frá öllum helstu matvörukeðjum Bretlands viðstaddir

Um 60 manns sóttu ráðstefnu um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga, sem fram fór í fjórða sinn í London í dag. Á meðal þátttakenda í ráðstefnunni voru innkaupafulltrúar frá öllum helstu keðjum matvöruverslana á Bretlandseyjum auk m.a. þingmanna og sendiherra Bretlands á Íslandi. Megininntak ráðstefnunnar var kynning vottunar á ábyrgri stjórn veiða úr íslenska þorskstofninum.

Á ráðstefnunni kynnti Dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, fyrir ráðstefnugestum feril vottunarverkefnisins. Peter Marshall, framkvæmdastjóri Global Trust Certification Ltd., fór yfir sjálft vottunarferlið sem og þá og þá staðla og þann faglega grundvöll sem vottunin byggir á. Vottunin uppfyllir kröfur í siðareglum og leiðbeiningarreglum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, í fiskveiðimálum.

Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda og formaður nefndar um markaðssetningu upprunamerkis íslenska þorskstofnsins, Iceland Resopnsible Fisheries, fjallaði í sínu erindi um hvernig staðið yrði að kynningu á merkinu og áhrif þess á markaðssetningu íslenskra sjávarafurða.

Sjá nánar á vef LÍÚ