þriðjudagur, 22. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vöxtur í verðmæti sjávarafurða í Kanada

13. maí 2016 kl. 11:35

Kanadískur humar

Kanadamenn byggja aðallega á skelfiskveiðum

Töluverður vöxtur er í sjávarútvegi í Kanada, að því er fram kemur í nýrri markaðsskýrslu Íslandsbanka. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum.

Framleiðsla á sjávarafurðum í Kanada hefur verið nokkuð stöðug í tonnum talið, eða um milljón tonn að meðaltali, á fimm ára tímabili frá 2010 til 2014.

Á þessu tímabili hafa aflaverðmæti hins vegar aukist um 27% og farið í 3,6 milljarða Kanadadollara (344 milljarða ISK). Þessa aukningu má þakka verðhækkun á skelfiski en veiking á Kanadadollar spilar einnig inn í. Skelfiskveiðar skila mestum verðmætum, einkum humarveiðar.

Útflutningur á sjávarafurðum frá Kanada nam 6 milljörðum Kanadadollurum (575 milljörðum ISK) á árinu 2015. Um 65% af verðmæti útfluttra sjávarafurða, og meginhlutinn af humri og snjókrabba, fer til Bandaríkjanna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.