föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfir 40 erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni

6. nóvember 2014 kl. 11:26

Sjávarútvegsráðstefnan

Ráðstefnan verður haldin 20.-21. nóvember næstkomandi.

Hin árlega Sjávarútvegsráðstefna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 20.-21. nóvember. Þetta er í fimmta sinn sem ráðstefnan er haldin. Málstofur eru 10 og flutt verða rúmlega 40 erindi.  

Á ráðstefnunni verða að venju veitt verðlaun fyrir bestu framúrstefnuhugmyndina. 

Stofnað var til sjávarútvegsráðstefnunnar á sínum tíma til að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn.

Sjá nánar dagsskrá ráðstefnunnar á vef hennar, HÉR.