sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirgnæfandi hlutfall aflaheimilda er á landsbyggðinni

22. júní 2009 kl. 09:27

Yfirgnæfandi hlutfall aflaheimilda er á landsbyggðinni, þ.e. utan Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma. Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn forvera hans, Einars K. Guðfinnssonar, á Alþingi.

Samkvæmt svari ráðherra er 90,28% aflaheimilda í þorski á landsbyggðinni skv. samantekt frá 26. maí. Þegar er horft er til ýsu er hlutfallið 90,23% og í ufsa er það 76,02%. Í karfa er það á hinn bóginn aðeins 60,57%, í úthafskarfa 70,28% og grálúðu 67,22%.  Í síld er hlutfallið 96,30%, í loðnu 93,77%, kolmunna 93,02% og í Norsk-íslenskri síld 95,30%.

Svar ráðherra í heild má sjá HÉR

Á vef LÍÚ er bent á að þessar upplýsingar undirstriki að landsbyggðin verði harðast úti verði svokallaðar fyrningarhugmyndir stjórnvalda í sjávarútvegi.