þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ýsan braggast enn í Barentshafi

3. október 2013 kl. 10:13

Ýsa

Allt bendir til þessa að 2013 árgangurinn verði mjög góður

Allt bendir til þess að 2013 árgangurinn af ýsu í Barentshafi verði mjög góður. Þetta kemur fram á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.

Nýliðun í ýsu var mjög lítil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Frá árinu 2003 hafa hins vegar komið sex sterkir árgangar og 2005 árgangurinn sló öll met. Hann varð til þess að ýsustofninn fóru úr 500 þúsund tonnum árið 2005 í meira en milljón tonn árið 2011.

Í nýlegum leiðangri fannst mikið af ýsuseiðum í miðhluta og vesturhluta Barentshafs. Áætlaður lífmassi af ýsuseiðum er um 241 þúsund tonn og er það sex sinnum meira en 2012 og 1,4 sinnum meira en langtímameðaltal.