fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ýsan til vandræða

1. október 2012 kl. 11:43

Þorsteinn Guðbjörnsson

Þurfa að fara út í Ballarhaf eftir þorskinum til að losna við ýsu

„Veiðarnar hafa gengið vel. Við fáum 100 kíló á balann og þaðan af meira en ýsan er til vandræða. Það er nóg af ýsu í hafinu þótt kvótinn sé lítill,“ sagði Þorsteinn Guðbjörnsson, skipstjóri á Berta G ÍS, í samtali við Fiskifréttir er rætt var við hann um aflabrögðin.

Berti G ÍS er um 9 brúttótonna bátur í krókaaflamarkskerfinu sem gerður er út frá Suðureyri. „Við reynum að fá réttu blönduna af þorski og ýsu. Við leitumst við að finna bletti í fjörunni þar sem hægt er að rekast á þorskkvikindi. Það er erfitt því ýsan er um allt. Það er leiðinlegt að eiga við þetta ef maður þarf að fara út í Ballarhaf eftir þorskinum. Ef við ætlum að losna við ýsu að mestu þurfum við að fara 16 sjómílur út,“ sagði Þorsteinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.