fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ystu mörk ESB eru í Indlandshafi

19. nóvember 2013 kl. 10:00

Hvalaskoðun við Mayotte-eyjar.

ESB gerir fiskveiðisamning fyrir hönd Mayotte

Evrópusambandið hefur gert fiskveiðisamning við Seychelles-eyjar sem heimilar átta túnfiskveiðiskipum frá eyjunum að veiða í lögsögu Mayotte.

Mayotte er syðst í eyjaklasa í Mósambiksundi í Indlandshafi. Hún er franskt yfirráðasvæði. Í framhaldi af breyttri stjórnskipan í mars 2011 taka frönsk lög og reglur þar gildi smám saman. Sömuleiðis mun fiskveiðistefna ESB gilda þar frá og með 1. janúar 2014. Þar með hafa ystu mörk ESB færst yfir í Indlandshaf.