mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ýsustofninn í niðurleið

8. júní 2011 kl. 12:25

Ýsa

Hafrannsóknastofnun leggur til 37 þús. tonna afla en kvótinn í ár er 50 þús. tonn.

Ýsustofninn mun halda áfram að minnka á komandi árum, að því er segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag. Stofnunin leggur til að hámarksafli verði 37 þús. tonn á næsta fiskveiðiári. Ráðgjöfin í fyrra var 45 þús. tonn en kvótinn á yfirstandandi ári er 50 þús. tonn.

Mjög sterkir árgangar sem haldið hafa uppi veiðinni á síðustu árum eru nú smám saman að hverfa úr stofninum og árgangarnir sem á eftir komu eru allir mjög litlir.