Gunnar Örlygsson í fiskútflutningsfyrirtækinu IceMar segir kaupendur í Bandaríkjunum standa í fæturna þrátt fyrir mikla verðhækkun vegna nýrra tolla og lækkunar á gengi dollars. Miklar verðhækkanir inn á Bretlandsmarkað gætu gengið til baka ljúki stríðinu í Úkraínu og tollar á Rússa yrðu felldir niður.
„Maður er að minnsta kosti farinn að fá einhverjar bókanir fyrir 2028 og 2029,“ segir Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri á Ísafirði. Örlítið betra hljóð sé komið í strokkinn eftir hörð viðbrögð skipafélaga við stórauknum gjöldum á farþega skemmtiferðaskipa.
Sala á frystum nílarkarfa úr Viktoríuvatni á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur aukist verulega og var útflutningurinn fyrstu þrjá mánuði ársins orðinn meiri en allt árið í fyrra. SH sér um markaðssetningu og sölu á frystum nílarkarfa frá einu af sex frystihúsum Alpha Group við Viktoríuvatn. Á næstunni er reiknað með að framleiðsla eftir gæðastöðlum SH hefjist í öðru frystihúsi Alpha Group og sér SH um sölu afurðanna. Þessi frétt var í Fiskifréttum 24. apríl 1998.
„Það má segja að þetta sé samfélagsverkefni okkar sem nýsköpunarfyrirtækis,“ segir Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Öldu öryggis, um smáforritið Öggu sem ætlað er að auka öryggi smábátasjómanna og þeir geta hlaðið niður endurgjaldslaust.