miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

1.100 tonnum af eldisþorski slátrað í fyrra

28. febrúar 2009 kl. 09:00

Alls var slátrað 1.130 tonnum úr þorskeldi á árinu 2008 að því er fram kemur í starfsskýrslu Fiskistofu. Slátrað var 986 tonnum af þorski úr áframeldi, 143 tonnum af aleldisþorski og 4,5 tonnum af áframeldis ýsu.

Samkvæmt upplýsingum úr framleiðsludagbók fóru tæp 14% á markað, annað beint í vinnslu innanlands. Hér er eingöngu um bráðabirgðatölur að ræða þar sem ekki liggja fyrir gögn um allar slátranir í lok desember 2008.