föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

29 % aflasamdráttur í október

13. nóvember 2009 kl. 09:57

Heildarafli landsmanna í október síðastliðnum var 67.000 tonn samanborið við 94.000 tonn í sama mánuði árið áður. Munar þar mestu um helmings samdrátt í uppsjávarafla vegna síldarsýkingarinnar. Þorskafli jókst í mánuðinum en ýsuafli minnkaði.

Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.000 tonn frá október 2008 og nam rúmum 39.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.000 tonn, sem er um 5.000 tonnum meira en árið áður. Ýsuaflinn nam rúmum 6.000 tonnum sem er um 1.100 tonnum minni afli en í október 2008.

Ufsaaflinn stóð nokkurn veginn í stað á milli ára og nam tæpum 6.000 tonnum og tæp 6.000 tonn veiddust einnig af karfa, sem er um tæplega 5.000 tonnum minni afli en í október 2008.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 26.000 tonnum sem er um helmingi minni afli en í október 2008. Skýrist sú breyting nær alfarið af minni síldarafla.   Flatfiskaflinn var skipaður og í október í fyrra en  skel- og krabbadýraafli nam 543 tonnum samanborið við um 749 tonna afla í október 2008.

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 3,2% minni en í október 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 

Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2007.