fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áfram ládeyða á kvótamarkaði

31. júlí 2009 kl. 12:01

Þótt fjölmargir krókaaflamarksbátar hafi flutt sig yfir í strandveiðikerfið og sumir hafi leigt frá sér aflaheimildir af þeim sökum virðist það lítil áhrif hafa haft á leigumarkaðinn.

,,Tilkoma strandveiðikerfisins hafði engin veruleg áhrif á framboð á leigukvóta í krókaaflamarkinu. Ég átti von á því að meira framboð yrði af litlum skömmtum en sú varð ekki raunin í neinum teljandi mæli,” segir Árni Guðmundsson hjá Kvóta- og skipasölunni í nýjustu Fiskifréttum.

Lítið framboð af kvóta í krókaaflamarkinu hefur skapað vandamál og skortur á kvóta er alger í aflamarkskerfinu.

Sjá nánari umfjöllun í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.