mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin vinnsla á gulllaxi í Færeyjum

11. ágúst 2009 kl. 15:00

Færeyskir fiskverkendur hafa aukið framleiðslu á gulllaxi en þeir fullvinna hann í landi áður en til útflutnings kemur.

Vinnsla á gulllaxi er til dæmis aðalverkefni Tavan verksmiðjunnar í Leirvík. Fyrirtækið tekur til vinnslu um 10 þúsund tonn af gulllaxi á sex mánaða tímabili í sumar og haust. Hráefnið fæst aðallega af færeyskum skipum en einnig frá erlendum skipum.

Unnið er á vöktum 20 tíma sólarhrings sex daga vikunnar. Gulllaxinn er flakaður og gerður úr honum marningur áður en hann er frystur. Helstu markaðslöndin eru Noregur og Svíþjóð

Marningur úr gulllaxi er kjörinn til íblöndunar við annað hráefni, t.d. við gerð á fiskbollum eða fiskkökum. Gulllaxinn þykir henta vel til þessarar vinnslu því hann er skjannahvítur og þéttur í sér.

Heimild: IntraFish