mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auknar heimildir til að færa aflamark milli ára

22. desember 2008 kl. 11:41

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, þar sem heimild til flytja aflamark botnfisks, síldar, úthafsrækju og humars milli ára er hækkuð úr 20% aflamarks í 33%.

Þarna er jafnframt leyft að veiða 5% umfram aflamark næsta árs í humri en áður náði þessi heimild aðeins botnfisktegunda, síldar og úthafsrækju auk þess leyft er að veiða 3% umfram aflamark innfjarðarækju og hörpudisks.