fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ávaxtadrykkur úr lýsi

6. janúar 2010 kl. 15:00

Nordic Naturals, einn stærsti framleiðandi í heimi á omega-3 afurðum, kynnti á dögunum alveg splunkunýja afurð sem er lýsisdrykkur með appelsínubragði. Drykkurinn inniheldur meinholl efni svo sem eicosapentaenoic acid (EPA) and docosahexaenoic acid (DHA).

Þetta er sambland af hollustu- og svaladrykk og menn geta innbyrt nauðsynlegt magn bæði af omega-3 fitusýrum og D3 vítamínum án þess svo mikið sem að finna bragð af fiski að ekki sé talað um lýsisbragð. Omega-3 fitusýrurnar eru unnar úr lifur atlantshafsþorsks sem Norðmenn veiða með sjálfbærum hætti eins og það er orðað.

Þegar venjulegt lýsi er tekið inn eða lýsispillur gleyptar tekur það líkamann langan tíma að melta fæðuna. Nýi drykkurinn er þannig úr garði gerður að auðvelt er að melta hann og omega-3 seytlar inn í blóðið á ekki lengri tíma en 15 mínútum eftir að ávaxtalýsið hefur verið drukkið.

Heimild: SeafoodSource