föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandaríkjamenn beita sér gegn ólöglegum veiðum

21. febrúar 2009 kl. 08:47

Haffræði- og veðurstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur lagt fyrir bandaríkjaþing fyrstu skýrslu sína þar sem þjóðir sem stunda ólöglegar veiðar eru sérstaklega tilgreinar.  Skýrslan tekur til áranna 2007 og 2008 og þjóðirnar eru Frakkland, Ítalía, Líbýa, Túnis, Pamana og Kína. 

Skýrslunni er ætlað að nýtast þinginu í aukinni viðleitni þess til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar úr deilistofnum í samvinnu við aðrar þjóðir. Áðurnefndar Miðjarðarhafsþjóðir eru sakaðar um að nota ólögleg veiðarfæri, stunda veiðar á banntímum og láta hjá líða að veita fullnægjandi upplýsingar um veiddan afla. Þá eru Kínverjar sakaðir um að veiða túnfisk í Kyrrahafi án þess að vera aðilar að viðkomandi alþjóðlegu veiðiráði.

Fyrsta skrefið verður að taka upp viðræður við nefndar þjóðir. Ef það dugar ekki til kemur til álita að banna skipum frá viðkomandi þjóðum að koma til hafnar í bandarískum höfnum og banna innflutning ákveðinna fiskafurða frá þeim til Bandaríkjanna. Tímaritið World Fishing skýrir frá þessu.