sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Besti veiðitíminn á gulldeplu vonandi framundan

9. desember 2009 kl. 08:57

Framundan er nú sá tími sem einkum eru bundnar vonir við að veiði á gulldeplu geti farið að glæðast. Í fyrra var það upp úr miðjum desember sem sjómenn fóru að verða varir við gulldeplan þétti sig í stærri og veiðanlegri torfum. Mest var veiðin svo eftir áramótin.

Hlé er nú á gulldepluveiðum skipa HB Granda. Skipin komu til hafnar sl. laugardag og þar sem að veðurspáin gerir ráð fyrir kröppum lægðum við suðurströnd landsins, var ákveðið að bíða með það í nokkra daga að fara að nýju á miðin.

Að sögn Guðmundar Hannessonar, verksmiðjustjóra HB Granda á Akranesi, hefur vinnsla á gulldeplu gengið með miklum ágætum í vetur.

,,Við vorum í smávægilegum vandræðum með fyrstu tvo farmana sem við fengum þar sem að skipin voru þá úti í fjóra til fimm daga í senn en okkar reynsla er sú að veiðiferðirnar megi ekki standa mikið lengur en þrjá daga til þess að ferskleiki aflans haldist sem mestur. Ef hráefnið er ferskt þá er auðvelt að vinna það,“ segir Guðmundur í samtali við á heimasíðu HB Granda.

Samkvæmt upplýsingum hans hefur verksmiðjan á Akranesi á síðustu þremur vikum tekið á móti rúmlega 2.100 tonnum af gulldeplu og rúmlega 4.530 tonnum af íslenskri sumargotssíld.