

Fiskvinnslum í Bretlandi fækkaði úr 573 í 325 á árunum frá 2004 til 2012. Á þessu átta ára tímabili fækkaði starfsfólki í fiskvinnslu úr 18.180 í 11.186. Flestar fiskvinnslurnar hættu árið 2010 eða alls 60 samkvæmt því sem segir á fishupdata.com.
Þrátt fyrir fækkun fiskvinnslna hefur framleiðsla og verðmæti afurðanna aukist. Verðmæti frosinna fiskafurða jókst um 4,1% milli áranna 2011 og 2012 í um 800 milljón pund eða um 145 milljarða króna.