sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Bretar velja besta fish and chips staðinn

24. janúar 2010 kl. 11:00

Bretar halda fish and chips menningu sinni hátt á lofti og velja árlega besta staðinn sem selur þennan þjóðarrétt þeirra. The Atlantic Fast Food fish-and-chips staðurinn í Glasgow í Skotlandi varð fyrir valinu að þessu sinni eftir harða samkeppni þátttakenda.

Fjöldi veitingastaða tók þátt í keppninni í ár en þeir þurfa að standast ítarleg próf og rannsóknir dómnefndar. Meðal annars er leitað álits viðskiptavina, staðirnir skoðaðir í krók og kring og réttirnir smakkaðir. Síðast en ekki síst eru gæði hráefnisins könnuð. Oftar en ekki er um að ræða fisk frá Íslandi.

Þetta er í þriðja árið í röð sem skoskur staður hreppir vinninginn en keppnin hefur verið haldin í 22 ár.

Forsvarsmenn keppninnar segja að fish and chips staðir séu vel í stakk búnir að blómstra þar sem þeir bjóði gæðavöru á góðu verði. Þrátt fyrir efnahagskreppuna voru seldar 183 milljónir af fish and chips réttum í Bretlandi á síðasta ári. Í ár fagna Bretar því að 150 ár eru liðin frá því fyrsti fish and chips staðurinn var opnaður.