miðvikudagur, 20. mars 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytingar á ritstjórn Fiskifrétta

8. júní 2017 kl. 07:30

Svavar Hávarðsson er nýr ritstjóri Fiskifrétta.

Svavar Hávarðsson er nýr ritstjóri Fiskifrétta. Guðjón Einarsson sem verið hefur ritstjóri blaðsins síðastliðin 32 ár hefur ákveðið að láta af störfum.

Breytingar verða á ritstjórn Fiskifrétta frá og með næsta tölublaði. Guðjón Einarsson, sem verið hefur ritstjóri blaðsins síðastliðin 32 ár eða frá árinu 1985, hefur ákveðið að láta af störfum. Sama gerir Kjartan Stefánsson, sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi blaðsins frá árinu 2001.

Nýr ritstjóri Fiskifrétta er Svavar Hávarðsson. Hann hefur verið blaðamaður á Fréttablaðinu í röskan áratug en stundaði áður sjómennsku bæði á togurum og bátum. Með Svavari á ritstjórninni verða blaðamennirnir Guðjón Guðmundsson, sem starfað hefur á Fiskifréttum síðastliðin þrjú ár, og Guðsteinn Bjarnason sem kemur af Fréttablaðinu.