sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Búið að veiða 70% skötuselskvótans

16. desember 2009 kl. 14:32

Þótt aðeins sé liðinn fjórðungur af fiskveiðiárinu er búið að veiða 70% skötuselskvótans, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Til samanburðar má nefna að veiðihlutfallið á sama tíma í fyrra var 41%.

Meiri kraftur hefur verið í skötuselsveiðunum nú í haust en undanfarin haust og kann skýringin að vera sú að sjávarútvegsráðherra hefur boðað aukinn kvóta sem hann hyggst leigja út.

Af nýtingu annarra kvótategunda má nefna að frá september til nóvemberloka hafa 30% af leyfilegum þorskkvóta verið nýtt á móti 22% á sama tíma í fyrra. Nýtingarhlutfall ýsuheimildanna er 29% nú en var 25% í fyrra.

Sjá nánar á vef Fiskistofu, HÉR