sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Dæmdur fyrir að valda árekstri á sjó

5. mars 2008 kl. 12:29

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt skipstjóra til greiðslu sektar fyrir að hafa með yfirsjón og vanrækslu orðið valdur að árekstri við annað skip. Manninum, sem var einn í áhöfn á 2,2 brúttórúmlesta fiskiskipi, var gert að sök að hafa vanrækt að fylgjast með siglingu annars báts í norðurátt í góðu skyggni á úti fyrir Dýrafirði með þeim afleiðingum að skipið sigldi á bátinn þar sem hann var að veiðum og lét reka.

Báturinn sökk til hálfs og mannbjörg varð. Skip hins sakfellda var hins vegar dregið til hafnar á Þingeyri mikið skemmt. Frá þessu er skýrt á vefnum bb.is

Sá sakfelldi sagði fyrir dómi að hann gæti ekki gefið skýringu á því af hverju hann varð ekki var við hinn bátinn þar sem hann hafi verið uppi við og verið að horfa í kringum sig. Hinn skipstjórinn sagðist að veiðarfærin hefðu verið úti og dautt á aðalvél bát hans. Hann hefði þá séð bát koma siglandi og gert sér grein fyrir því að ekki væri allt með feldu. Bullandi lens hefði verið hjá hinum bátnum og hann skorið sig mjög mikið á lensinu. Kvaðst maðurinn hafa farið strax inn í stýrishús bátsins til að ræsa aðalvélina og verið að leggja höndina á kveikjuláslykilinn þegar báturinn hefði skollið á skipi hans.

Við ákvörðun refsingarinnar var tekið mið af ákærði hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Var manninum því gert að greiða 200.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi fjórtán daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins.