fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlendir aðilar kaupa umtalsvert magn af fiski á íslenskum mörkuðum

5. febrúar 2009 kl. 10:27

Á árinu 2008 voru seld 4.575 tonn af fiski á uppboðum á íslenskum fiskmörkuðum beint til erlendra kaupenda fyrir um 936 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða.

Hér er um 5% að ræða í magni og 5,5% í verðmætum af heildarsölu fiskmarkaðanna á síðasta ári. Inni í þessum tölum er ekki fiskur sem Íslendingar keyptu í eigin nafni í umboði útlendinga.

Sjá nánar ítarlegri frétt í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.