föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB íhugar að banna veiðar á túnfiski

22. ágúst 2009 kl. 17:21

Stuðningur við bann á veiðum á túnfiski (e. bluefin tuna) fer vaxandi innan Evrópusambandsins, að því er segir í frétt FT. Þar segir að í drögum að skýrslu fyrir umhverfisnefnd framkvæmdastjórnar ESB sé mælt með að túnfiskur verði friðaður. Í drögunum segir að frá vísindalegu og tæknilegu sjónarmiði virðist öll skilyrði uppfyllt fyrir að banna veiðar á túnfiski.

Hugmyndir um að friða túnfisk á grundvelli Cites-samkomulagsins, sem er alþjólegt samkomulag um verndun lífvera í útrýmingarhættu, hafa öðlast meiri vinsældir á seinni árum eftir að stofninn hefur hrunið vegna mikillar eftirspurnar frá Japan. Þar er tegundin notuð í sushi af bestu gerð, að því er segir í frétt FT. 

Í fréttinni segir að Frakkland, Bretland og Holland styðji hugmyndir um bann innan ESB, en Ítalía, Spánn og Malta séu ekki áhugasöm um bann.