sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB styrkir til útgerða vegna olíuverðshækkunar

20. júní 2008 kl. 13:02

Þegar sjávarútvegsráðherrar ESB landanna hittast í Luxemborg í næstu viku mun olíuverðskrísan verða helsta umræðuefnið á dagskrá fundarins. Mörg aðildarlönd ESB hafa óskað eftir því að viðbrögð við háu olíuverði og slæm áhrif þess á afkomu fiskveiða verði rædd.

Þetta kemur fram í frétt á vef LÍÚ sem byggð er á upplýsingum frá Danmarks Fiskeriforening. Þar segir ennfremur:

ESB hefur unnið fjölda tillagna um hvernig bregðast megi við ört hækkandi olíuverði og lækka tilkostnað við fiskveiðar í aðildarlöndunum. Meðal tillagna ESB er sá valkostur að hækka núverandi olíustyrki sem eru að hámarki 30 þúsund evrur (3,8 milljónir króna) í 100 þúsund evrur (12,7 milljónir króna) og hefja auk þess neyðaraðstoð með styrkjum nú þegar.

Í tillögum ESB eru hugmyndir um að aðlaga fiskverð upp úr sjó að beinum tilkostnaði við veiðarnar. Þessi tillaga er lögð fram m.a. að hálfu Danmerkur.

Einnig er lögð áhersla á auknar rannsóknir í orkusparandi tækni. Þar fyrir utan er lögð til aukin úrelding fiskiskipa í aðildarlöndum þar sem fjöldi fiskiskipa er of mikill svo draga megi úr tilkostnaði við veiðarnar.

Tillaga frá Suður – Evrópu

Sjávarútvegsráðherrar Ítalíu, Frakklands, Grikklands, Möltu, Portugals og Spánar hafa einnig unnið tillögu til ráðherraráðsins. Þeir leggja til að Evrópski fiskveiðisjóðurinn auki árleg fjármarframlög úr 500 milljónum evra (63,5 milljaðar króna). Tillagan byggir á því að díselolía hafi hækkað um 240 prósent frá 2004 skv. www.euobserver.com."

 Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.