fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjármál: Hafnir í vanda

21. apríl 2008 kl. 14:56

Fjárhagsvandi flestra hafna á Íslandi er mikill og vaxandi. Þetta kom fram á málstofu samgönguráðs um stefnumótun í samgöngum sem haldin var fyrir helgi. Viðfangsefni fundarins voru samgöngur og byggðaþróun. 

Frá þessu er sagt á vef Siglingastofnunar.

Framlag hennar til fundarins var væntanleg skýrsla um fjárhagsvanda hafnasjóða á landsbyggðinni sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er að vinna fyrir stofnunina.

Sveinn Agnarsson, hagfræðingur og aðalhöfundur skýrslunnar, flutti erindi. Í máli hans kom fram að fjárhagsvandi flestra hafna, annarra en þeirra þriggja stærstu, væri mikill og vaxandi. Rakti hann m.a. rætur fjárhagsvandans, líkleg neikvæð áhrif núverandi hafnalaga eftir fulla gildistöku þeirra 2011 og ræddi hugsanlegar leiðir til úrbóta.