miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framkvæmdastjóri LÍÚ segir forstjóra Hafró vanhæfan

22. janúar 2009 kl. 10:44

þegar kemur að þorskveiðiráðgjöf næstu ára

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að eftir yfirlýsingar forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar sé vanhæfi hans algert til að koma að veiðiráðgjöf næstu ára í þorski. Friðrik segir einsýnt að ráðherra þurfi að kalla eftir mati óháðra vísindamanna á mælingum og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar á næstu árum komi forstjórinn þar að málum. Þetta kemur fram í grein sem framkvæmdastjóri LÍÚ skrifar í Fiskifréttir í dag.

Um viðbrögð forstjóra Hafrannsóknastofnunar við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um 30 þús. tonna aukningu þorskkvótans segir Friðrik:

,,Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar lýsti því umsvifalaust yfir á mbl.is að ákvörðun ráðherra væri honum vonbrigði. Þar var haft eftir honum: „Ef það gengur eftir sem lesa má úr tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins, að þessari aukningu fylgi viðlíka aukning á næsta ári, þá náttúrulega stefnir þetta uppbyggingarstarfinu í algjöra óvissu. Og það eru vaxandi líkur á að það langtímamarkmið að stækka  hrygningarstofninn ... hreinlega náist ekki.” ”        Síðar í grein Friðriks segir:

,,Eftir marsrallið í vor mun Hafrannsóknastofnunin kynna veiðiráðgjöf sína í þorski fyrir næsta fiskveiðiár. Sama mun gerast á næstu árum. Vanhæfi forstjóra stofnunarinnar  til að koma að veiðiráðgjöf næstu ára í þorski er algjört í ljósi yfirlýsinga hans. Hvernig ætlar hann að bregðast við ef mælingar stofnunarinnar sýna vöxt í stofninum eftir yfirlýsingarnar? Einsýnt er að ráðherra þarf að kalla eftir mati óháðra vísindamanna á mælingum og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar á næstu árum komi forstjórinn þar að málum.”

Sjá greinina í heild í nýjustu Fiskifréttum og á vef LÍÚ, HÉR