sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Gasolíuverð til fiskiskipa lækkar heldur í íslenskum krónum

28. nóvember 2008 kl. 19:20

Útgerðir landsins voru að sligast undan himinháu olíuverði stóra hluta þessa árs.

Nú hefur gasolíuverð á alþjóðlegum markaði hríðlækkað en á móti kemur hrunið á gengi íslensku krónunnar sem étur upp lækkunina að stórum hluta.

Eigi að síður er gasolíuverð til íslenskra fiskiskipa nokkru lægra nú en það var síðastliðið sumar, að því er Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir í nýjustu Fiskifréttum.

Að sögn Sveins Hjartar kostaði tonnið af gasolíu á Rotterdammarkaði rúmlega 95.000 íslenskar krónur að meðaltali í júnímánuði síðastliðnum. Nú um miðjan nóvember er verðið 75.000 íslenskar krónur.

Verðþróun á gasolíu í erlendri mynt síðustu misserin var sú að tonnið kostaði að meðaltali 600 dollara á árinu 2007. Fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs var verðið rétt undir 1.000 dollurum en lækkaði svo niður í 550 dollara þegar líða tók á október.

Íslendingar njóta hrunsins ekki nema að litlu leyti því gengi dollarans núna er 140 krónur en var að meðaltali rúmar 79 krónur í júní síðastliðnum.