mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæslan ófær um að sinna björgunarhlutverki sínu

26. febrúar 2009 kl. 11:54

segir í ályktun Farmanna- og fiskimannasambands Íslands

,,Farmanna- og fiskimannasamband Íslands lýsir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði sem Landhelgisgæsla Íslands má þola.  Það ætti að vera stjórnvöldum á hverjum tíma kappsmál að Landhelgisgæslunni sé tryggt það fjármagn sem hún þarf til að sinna hlutverki sínu til leitar og björgunar,” segir í ályktun sambandsins.

Síðan segir:

,,Óþarft ætti að vera að minna á að margir eiga líf sitt því að þakka  að þyrla gat heimt þá úr bráðum lífsháska. Ljóst er að við núverandi ástand getur Landhelgisgæslan hvorki sinnt þessu hlutverki sínu né öðrum sem lög kveða á um s.s. eftirlit með fiskveiðilögsögunni.