miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur VE fiskaði fyrri tvo milljarða króna

29. desember 2008 kl. 14:23

aflaverðmæti aldrei meira hjá skipi Ísfélagsins

Uppsjávarskipið Guðmundur VE aflað fyrir samtals 2 milljarða íslenskra króna, eða nánar tiltekið 2.000.213.313 kr. (fob) á þessu ári. Aldrei áður hefur skip hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. skilað svo miklu aflaverðmæti á einu ári.

Samtals voru fryst um borð 17.764 tonn af síld, loðnu, makríl og kolmunna og veiðin nam samtals 34.702 tonnum. Aflinn skiptist þannig að norsk-íslensk síld nam liðlega 18.000 tonnum, kolmunni 7.500 tonnum, loðna 5.400 tonnum, makríll 2.500 tonnum og Íslandssíld rúmlega 1.000 tonnum. Frá þessu er skýrt á vef Ísfélags Vestmannaeyja.

Áhöfnin gaf eina milljón króna til góðgerðarmála fyrir jólin og afhenti það séra Kristjáni sóknarpresti í Landakirkju.