miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helga RE komin til heimahafnar

27. ágúst 2009 kl. 14:58

Togskipið Helga RE-49 kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík nú fyrir stundu eftir um það bil 8 vikna siglingu frá Taiwan þar sem skipið var smíðað.

Helga RE er smíðuð fyrir Ingimund hf. í Ching Fu skipasmíðastöðinni í Kaohsiung. Hönnun skipsins var í höndum Sævars Birgissonar hjá Skipasýn ehf. og systurfélagi hennar, ShipCon í Gdansk í Póllandi.

Skipið er útbúið til veiða með botnvörpu.

Lengd skipsins er 28,95 metrar og breidd 9,20 metrar. Lestar þess taka 196 fiskkör sem eru 440 lítra hvert.

Ítarlega verður fjallað um komu Helgu RE í næsta tölublaði Fiskifrétta.