sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutfall sjávarafurða í heildarútflutningi ekki lægra síðan 1865!

2. febrúar 2009 kl. 13:04

Sjávarafurðir voru 36,6% af heildarútflutningi landsmanna á síðasta ári og hefur þetta hlutfall aldrei verið lægra síðan árið 1865! Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Alls voru fluttar út sjávarafurðir í fyrra fyrir 171 milljarð króna sem er hærri tala en nokkru sinni fyrr. Það segir þó ekki alla söguna því þetta má að hluta til rekja til gengislækkunar krónunnar. Í raun varð samdráttur í verðmætum milli ára um 5,3% miðað við fast gengi.

Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var fryst fiskflök og dróst útflutningur þeirra saman á árinu miðað við árið á undan.

Nánar má sjá upplýsingar um útflutninginn 2008 á vef Hagstofunnar: HÉR