sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Höfrungur III AK með 223 milljón króna aflaverðmæti

20. nóvember 2008 kl. 10:32

Frystitogarinn Höfrungur III AK er kominn til hafnar í Reykjavík eftir um fjögurra vikna veiðiferð.

Að sögn Þórðar Magnússonar skipstjóra voru aflabrögð með ágætum eða tæplega 700 tonn upp úr sjó.

Aflaverðmætið er áætlað um 223 milljónir króna og þetta er því einn af stærri túrum ársins hvað aflaverðmætið varðar, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.

„Við vorum lengst af á veiðum á Hampiðjutorginu og það í þokkalegasta veðri. Veðráttan nú er a.m.k. allt önnur og betri en á sama tíma í fyrra þegar við fengum á okkur sannkallaðar hamfaralægðir í svo að segja hverri viku,“ segir Þórður en að hans sögn var aflinn í veiðiferðinni aðallega karfi, grálúða, gulllax og þorskur.

„Það hjálpaði upp á aflaverðmætið að við vorum með um 90 tonna grálúðuafla. Það er ágætur árangur í ljósi þess að grálúðuafli hefur farið minnkandi og ég er ekki einn um að telja að sóknin í þennan stofn, báðum megin við miðlínuna á milli Íslands og Grænlands, sé orðin of mikil. Stærðin á grálúðunni var hins vegar óvenju góð í veiðiferðinni og mun betri en á sama tíma í fyrra,“ segir Þórður en hann upplýsir að það hafi komið nokkuð flatt upp á hann hve mikið var um þorsk grynnst á grálúðuslóðinni.

Sjá nánar www.hbgrandi.is