mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrefnuveiðar að hefjast

20. maí 2009 kl. 10:23

óljóst hversu margir uppfylla skilyrði fyrir hrefnuveiðileyfum

Stefnt er að því að hrefnuveiðar hefjist um næstu helgi og verður leyfilegt að veiða 100 hrefnur á vertíðinni. Ekki er ljóst hversu margir báta stunda veiðarnar að þessu sinni.

Margir nýir aðilar hafa áhuga á að hefja hrefnuveiðar en skilyrði sem yfirvöld setja um reynslu af slíkum veiðum geta sett strik í reikninginn því vanar skyttur liggja ekki á lausu. Um 20 aðilar sóttu um hrefnuveiðileyfi en ekkert ljóst hversu margir munu uppfylla skilyrðin.

Fjallað er nánar um hrefnuveiðarnar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.