mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæsta meðalverð í einum mánuði frá upphafi

7. desember 2009 kl. 16:19

Meðalverðið á íslensku fiskmörkuðunum hækkaði í nóvember og var 278,19.  Þetta er hækkun frá metverði í október, en aðeins um 10 aura.  Nóvemberverðið nú er þar af leiðandi hæsta meðalverð í einum mánuði sem sést hefur.

Meðalverðið í nóvember 2008 var 213,14.  Hækkunin er 30,5 % milli ára.

Verðmæti sölunnar í nóvember sl. var 1.913 milljónir króna eða 17,9 % meira en í nóvember 2008. 

Selt magn í nóvember var með minnsta móti og var 6.876 tonn.  Þetta er 9,7 % minna en í nóvember 2008.

Sjá nánar á vef Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR