sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæsti AVS-styrkurinn til kynbóta á þorski og seiðaeldis

15. maí 2009 kl. 11:22

alls úthlutað 76 styrkjum að fjárhæð 325 milljóna króna

Nú liggur fyrir úthlutun styrkja úr AVS-sjóðnum fyrir þetta ár. Hæsta styrkinn, 25,8 milljónir króna, hlutu aðilar sem standa að kynbótum á þorski og seiðaeldi. Alls fengu 76 verkefni styrk, samtals 325 milljónir króna. Umsóknir sem bárust voru 160 talsins og hafa aldrei verið fleiri.

Meðal nýrra verkefna er átaksverkefni í kræklingarækt þar sem nokkrir kræklingaræktendur og félag þeirra hafa sameinast um að efla þá atvinnugrein og byggja upp þekkingu sem nýtist öllum í greininni.

Meðal markaðsverkefna eru mest áberandi nokkur átaksverkefni í markaðssetningu á bleikjuafurðum. Nokkur öflug líftækniverkefni hafa verið styrkt af sjóðnum og nú er í bígerð að þróa fóðurbóluefni fyrir fisk. Þess má geta að AVS er skammstöfun fyrir Aukið Virði Sjávarfangs.

Á vef AVS sjóðsins er greint nánar frá þeim verkefnum sem styrkt eru. Sjá HÉR