mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæstu árslaun í sjávarútvegi 150 milljónir íslenskar

10. nóvember 2009 kl. 15:00

Xavier Govare, framkvæmdastjóri Alfesca, er sá stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækja í heiminum sem fékk hæstu laun greidd á árinu 2008. Hann vann sér inn 1,2 milljónir dollara á árinu, sem samsvarar um 150 milljónum íslenskra króna.

Þessar upplýsingar koma fram á vef IntraFish þar sem kynnt er ný skýrsla sem út er komin um hæstu laun stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja. Á vefnum eru birt nöfn 10 launahæstu stjórnendanna en ekki er upplýst nánar um laun þeirra nema hjá Xavier Govare og launahæsta kvenstjórnandanum. Þeir sem koma á eftir Xavier Govare eru í réttri röð: Wout Dekker framkvæmdsjóri Nutreco, Henry Demone yfrmaður High Liner Foods í Kanada, Ng Joo Siang yfirmaður hjá Pacific Andes, Åse Aulie Michelet framkvæmdastjóri Marine Harvest (eini kvenstjórnandinn á topp tíu listanum og fékk hún rétt yfir hálfa milljón dollara í árslaun, 60 milljónir íslenskar), Geir Isaksen yfirmaður Cermaq, Helge Singelstad yfirmaður Leroy Seafood, Yngve Myhre framkvæmdastjóri hjá Aker Seafoods, Samuel Dyer Coriat framkvæmdastjóri Copeinca í Perú og í tíunda sæti er Eric Baratt framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Sanford í Nýja Sjálandi.