miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvalveiðar leyfðar áfram

18. febrúar 2009 kl. 14:56

Hvalveiðar verða leyfðar áfram og engu verður breytt í ár.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er þetta niðurstaða Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, en hann hefur sem kunnugt er haft ákvörðun forvera síns til endurskoðunar.

Í ákvörðun Steingríms felst einnig að menn muni ekki geta treyst því að ekki verði breytt síðar, en að engar efnislegar forsendur sé til breytinga nú og að ákvörðun fyrri ráðherra, Einars K. Guðfinnssonar hafi staðist lög. Núverandi ráðherra hafi ekki heimild til að breyta ákvörðun fyrri ráðherra.

Steingrímur mun tilkynna um niðurstöðuna á blaðamannafundi sem haldinn verður fljótlega.